Kostir Hiclone
 Sparar eldsneyti
 Minnkar útblástursmengun
 Eykur snúningsátak
 Nýting vélar eykst
 Auðveld ísetning (um 10-20 mínútur)
 Engin sérverkfæri við ísetningu
 Engar breytingar á vélbúnaði
 Eilífðarábyrgð
 Skilafrestur 30 dagar (full endurgreiðsla)

Hiclone blaðagreinar
Smelltu á fyrirsagnirnar hér að neðan til að sjá alla greinina.

Hiclone sparar leigubílafyrirtæki 4000 kr á viku per leigubíl.

Félagsskapur atvinnuleigubílsstjóra í frumkvöðla samstarfi með Hiclone til að spara eldsneytiskostnað og draga úr útblástursmengun

Hversvegna eru SPLTD menn svo ákafir í að vinna með Hiclone?

Flutningsfyrirtæki dregur úr eldsneytiskostnaði

Nýr efnilegur eldsneytissparandi búnaður

Jeppa blaðagreinar
Hiclone Jeppar – Hiclone hingað til!...
Land Rover heimssýning, Eastnor kastala, 21. og 22 júní 2003
Jeppar - Framtíðin...

Hiclone sparar leigubílafyrirtæki 4000 kr á viku per leigubíl.
Fyrirtækið VIP bílar í Devon settu nýlega Hiclone í Ford Galaxy bifreiðaflota sinn. Dean Butler, eigandi hins farsæla fjölskyldufyrirtækis, hefur fundið fyrir minnkandi hagnaði sökum hækkandi eldsneytiskostnaðar. Margar ferðir sem þeir þurfa að fara eru langar ferðir milli Plymouth og flugvalla í London. Mótstaða viðskiptavina og mikil samkeppni gerir illmögulegt að hækka fargjöld, og neyðist Dean því til að sætta sig við minni hagnað. Dean er alltaf á höttunum eftir aðferð til að draga úr yfirbyggingu og hafði samband við Hiclone í Evrópu þegar hann heyrði af þessum eldsneytissparandi búnaði.

Þótt hann hafi verið efins í fyrstu ákvað hann að setja Hiclone í bílflota sinn. "Það sem heillaði mig við Hiclone var hversu einfaldur búnaðurinn var". "Það er snilldarlega hannað og þó mjög einfalt, eins og allar góðar uppfinningar". Hiclone samþykkti að leyfa Dean að prófa vöruna í mánuð til að kanna hvernig þær reyndust. Honum til mikillar furðu komst hann að því að eldsneytissparnaðurinn var umtalsverður! Dean hefur nú búið alla sína bíla með Hiclone og hefur reiknað út að hann spari um 4000 kr á viku á hvern bíl í eldsneytiskostnað. "Ég er stórhrifinn af Hiclone og þeim jákvæðu áhrifum sem hann hefur nú þegar haft á fyrirtæki mitt" segir Dean. "Í raun er ég svo ánægður með vöruna, að ég hef ákveðið að gerast dreifingaraðili fyrir Hiclone". Til viðbótar við eldsneytissparnað er Dean að ná betri afköstum frá bifreiðum sínum. "Ég tók mjög vel eftir muninum þegar bílarnir voru með eitthvað í eftirdragi" sagði Dean. "Sérstaklega í lægri snúningum þegar mann vantar snúningsátakið". Stuart Whitelock, framkvæmdastjóri Hiclone í Evrópu sagði nýlega við NTG "Ég er hæstánægður með að Dean hefur ákveðið að gerast dreifingaraðili, hann er aðili númer tvö prófaði Hiclone og sökum góðra niðurstaða ákveðið að taka þátt í velgengni þessa búnaðar. " Hiclone virkar á allar vélar og getur hæglega sparað atvinnugreininni miljarða árlega. ". " Við erum að framkvæma óháðar prófanir í augnablikinu og munum birta niðurstöður þeirra í NTG í mars 2003".

Þú getur haft samband við Dean Butler hjá VIP bílum, 8 Hill View, Buckland Monachorum, Yelverton, Devon PL20 7ND, eða hringt í hann í síma +44 (0)1822 852975. Sömuleiðis er hægt að hafa samband við dreifingaraðila UK og Írlands: Stuart Whitelock hjá Hiclone í Evrópu í síma +44 (0)800 036 0053, email: sales@hiclone.co.uk. Hiclone kostar um 13.300 krónur með VSK.

Félagsskapur atvinnuleigubílsstjóra í frumkvöðla samstarfi með Hiclone til að spara eldsneytiskostnað og draga úr útblástursmengun
Leiðandi leigubílstjórafélag í London, SPLTD, sýnir fram á skuldbindingu sína gagnvart umhverfinu og frumkvöðla starfi í innleiðingu á nýrri tækni með því að koma fyrir og prófa nýjan og spennandi eldsneytissparandi búnað. Hiclone er nýkomið frá Ástralíu þar sem það hefur verið í notkun í yfir tíu ár. Það er einnig vel þekkt í USA og Kanada þar sem það er markaðssett undir Tornado vörumerkinu og hefur verið reynt og prófað af Umhverfisverndarsamtökum Kaliforníu.

Hversvegna eru SPLTD menn svo ákafir í að vinna með Hiclone?
JOhn Pace hjá SPLTD heldur fram að fyrri rannsóknir hafi sýnt fram á umtalsvert minni mengun. "Við gerum okkur grein fyrir hinum dramatísku áhrifum á útblástur dísel véla, það dregur úr koltvísýringi og kolmónoxíðum. Við erum einnig forvitnir um hvort við náum að minnka nítrógen efnasambönd og smáagnir í útblæstri líka."

Þó umhverfis sjónarmið Hiclone séu okkur mikilvæg, eru þau ekki bara um útblástursmengun, við viljum einnig hámarka eldsneytissparnað svo við getum viðhaldið samkeppnishæfu verði fyrir viðskiptavini okkar. Við höfum jafnframt áhuga á að kanna hvort Hiclone geti verið hagkvæmur kostur á móti Butangas vélum þar sem þær hafa talsverða ókosti í för með sér í strjálbýli.

Flutningsfyrirtæki dregur úr eldsneytiskostnaði
EXB flutningar í Hertforshire í Bretlandi var stofnað fyrir 15 árum af Keith Halsey sem rekur fyrirtækið ásamt hægri hönd sinni Steve Humphries. EXB sérhæfa sig í flutningum og geymslu á viðkvæmum vísindabúnaði, tæknibúnaði og læknisbúnaði. EXB eru stoltir af velgengni sinni sem hefur grundvallast á hæfni þeirra í að bjóða upp á sérsniðna þjónustu handa viðskiptavinum sínum. Það sem er efst í huga Steve og Keith er að draga úr yfirbyggingu fyrirtækisins, þegar Hiclone hafði samband við þá með vöru sína voru þeir sannfærðir um að það væri þess virði að reyna hana.

Hiclone passar inn í loftinntak vélar og þyrlar loftinu og við það skapast meira snúningsátak. Það er auðvelt að skilja af hverju það virkar vel á 7.5 tonna flutningsbíla okkar því við gátum komið Hiclone fyrir á hárréttan stað rétt við soggrein vélarinnar sem þyrlaði loftinu beint inn í sprengirýmið.

Annette Stark hefur yfirumsjón með samræmingu flutninga EXB. "Bifreiðar okkar keyra langar vegalengdir svo það var auðvelt að láta reyna á ágæti Hiclone á 5000 kílómetra kafla. Við vitum að tölur okkar yfir eldsneytiseyðslu eru réttar því við fylgjumst með öllum farartækjum okker með GPS gegnum Evrópu og Bretland. Við sögðum bílstjórum okkar, Ken Nelson og Colin Trigg, ekki frá því að við höfðum sett Hiclone í bíla þeirra, en um leið og þeir komu aftur frá Frakklandi spurðu þeir báðir hvað við höfðum gert við vélarnar því þeir tóku báðir eftir miklum breytingum á snúningsátaki bifreiðanna.

Stuart Whitelock, framkvæmdastjóri Hiclone í Evrópu, hefur samþykkt að birta prófanir sem gerðar verða á 7.5 tonna IVECO flutningabíl. "Við ætlum að gera orkuprófanir á undirvagni og mæla áhrif Hiclone á snúningsátakið". "Þetta er eiginlega endurtekning á prófunum sem við höfum nú þegar gert, en við viljum vera vissir áður en við prófum bifreiðina opinberlega á þartil gerðri braut í júní". "Við náum yfirleitt betri afköstum með því að koma fyrir tveimur Hiclone hólkum og ég vonast til að bæta þær niðurstöður sem við fengum úr vegaprófununum sem við gerðum með EXB".

Keith og Steve hafa komið Hiclone fyrir í alla 7.5 tonna flutningabíla sína, þar með talið Mercedes 814 og Renault S150 Midliner. Þeir hafa einnig sett Hiclone í Mercedes 412D Sprinter Van. "Við erum að ná fram að minnsta kosti tíu prósent betri eldsneytis nýtingu í öllum bílum okkar og ætlum að reyna að ná meira út úr þeim með hjálp tæknimanna frá Hiclone" sagði Keith. Hægt er að hafa samband við Keith, Steve eða Annette hjá EXB flutningum hér: 25 Jarman Way, Royston, Herts. SG8 5HW Sími +44 (0)1763 241004 Fax +44 (0) 1763 241003 eða með e-mail sales@exbtransport.com eða gegnum vefsíðu þeirra www.exbtransport.com

Hægt er að hafa samband við Stuart Whitelock hjá Hiclone í Evrópu hér: PO BOX 328, Potters Bar, Herts. EN6 4BF Síma. +44 (0) 1707 870858 eða fax +44 (0)1707870858 eða e-mail info@hiclone.co.uk eða gegnum vefsíðuna www.hiclone.co.uk Hiclone kostar um 21.600 kr með VSK fyrir flutningabíla.

Nýr efnilegur eldsneytissparandi búnaður!
Patrick Keeble, hjá Florida flutningsfyrirtækinu í London, hefur verið að prófa nýjan eldsneytissparandi búnað í sex mánuði og er svo ánægður með niðurstöðurnar að hann hefur komið búnaðinum fyrir í öllum bílum sínum. Florida sérhæfir sig í háklassa bifreiðum í Bretlandi og Evrópu. "Við keyrum langar vegalengdir hér og á meginlandinu og eldsneyti er stærsti kostnaðarliðurinn"

Þó hann hafi verið mjög efins í fyrstu ákvað Patrick að láta reyna á nýja Hiclone hólkinn í M.A.N. 24-400 3 öxla farþegavagni sínum, sem er tiltölulega ný bifreið skrásett í júlí 2002. "Búnaðurinn er svo einfaldur og starfsfólk Hiclone svo fagmannleg að ég ákvað að prófa" sagði Patrick. "Ég var gersamlega agndofa þegar ég keyrði rútuna". "Bíllinn er með stóra vél og létt boddí og var alveg sæmilega öflugur, en með Hiclone tók ég eftir miklum mun, sérstaklega þegar ég keyrði upp brekkur".

Til að ákvarða nákvæm viðmiðunargögn fyrir vegamælingarnar var fylgst gaumgæfilega með eldsneytiseyðslu yfir langt tímabil og síðan var Hiclone komið fyrir og mælingarnar endurteknar. Gætt var að því að lágmarka breytileika eins og mismunandi veður og mismunandi ökulag. Án Hiclone var keyrt 8361 km, eyðsla var 3221 lítri sem er 2,5975 km per lítra.

Með Hiclone í eyddi bíllinn 3251 lítra á 9253 kílómetrum og var nýtingin því um 2.8462 km per lítra. Sparnaðurinn var því um 0.2487 km per lítra, eða 9.62%

“ Ég var mjög efins um að Hiclone myndi virka, en núna er ég mjög ánægður með búnaðinn ” sagði Patrick “ Ég er auðvitað meðvitaður um að þó við framkvæmdum vegaprófanirnar mjög nákvæmlega þá eru þættir sem við tókum ekki með inn í myndina, t.d. hæð yfir sjávarmáli o.þ.h. ”

Stuart Whitelock, framkvæmdastjóri Hiclone í Evrópu og meðlimur CPT, hefur nú þegar framkvæmd viðamiklar prófanir og hefur samþykkt að birta niðurstöður næstu prófana sem gerðar verða á M.A.N.-inum hans Patrick. Við ætlum að nota undirvagns orkumælingar og mæla áhrif sem Hiclone hefur á snúningsátakið við mismunandi snúning vélarinnar”. “ Venjulega eykur Hiclone snúningsátakið verulega við lægri snúning og minna í hærri snúning, ég býst við svipuðum árangri hjá MAN-inum, að því gefnu að við setjum hólkinn á réttan stað.”. “ Við náum venjulega betri niðurstöðum með tveimur Hiclone hólkum og ég vonast til að bæta niðurstöðurnar sem við fengum frá vegaprófununum”.

Hiclone í Evrópu mun láta reyna opinberlega á vöru sína í júní og mun notast við MAN-inn og 7.5 tonna IVECO flutningabílinn. Frekari prófanir munu bera vitni um það að varan virki í raun og veru.

Hægt er að ná sambandi við Patrick Keeble hjá Florida flutningum hér: Little Stubleys Farm, Sudbury Road, Halstead CO9 2BB Sími: +44 (0) 1787 47770 eða gegnum e-mail patrick@floridacoaches.freeserve.co.uk  www.coachcompany.co.uk

Hægt er að hafa samband við Stuart Whitelock hjá Hiclone í Evrópu hér: PO BOX 328, Potters Bar, Herts. EN6 4BF Síma. +44 (0) 1707 870858 eða fax +44 (0)1707870858 eða e-mail info@hiclone.co.uk eða gegnum vefsíðuna www.hiclone.co.uk Hiclone kostar um 21.600 kr með VSK í flutningabíla.

Hiclone í jeppa – Hiclone hingað til!

Hiclone í jeppa er að ná miklum vinsældum. Nú þegar höfum við náð góðum árangri og jákvæðum viðbrögðum frá Hiclone jeppa viðskiptavinum. Við höfum tekið þátt í nokkrum tilraunum með jeppaeigendum og erum að byggja upp ágætis lista yfir niðurstöður þeirra. Þó erfitt sé að mæla nákvæmlega hafa niðurstöðurnar verið mjög góðar, frá því að bæta tog bílanna í lágum snúningi, minnka mengun og spara eldsneytiskostnað.

Land Rover heimssýning, Eastnor kastala, 21. og 22 júní 2003

Land Rover heimssýningin er með stærri árlegum Jeppa sýningum og voru við æstir í að nýta tækifærið og sýna hversu vara okkar er megnug. Nýlega fengum við okkar eigin Range Rover, við settum Hiclone í hann og notuðum hann sem sýningareintak fyrir Hiclone á sölubás okkar til að sýna hvernig varan virkar. Sýningin var vel sótt, og gegnum alla helgina spjölluðum við mörg hundruð manns um mismunandi farartæki, og áhugamenn sem höfðu áhuga á Hiclone af mörgum ástæðum. Þeim mun meira sem við spjölluðum við fólk um Hiclone, þeim mun æstari urðum við. Við fengum ýmsar athugasemdir, s.s. "einföldustu hlutirnir eru bestu hugmyndirnar" , "vá, maður getur virkilega séð hvernig þetta virkar". Þakkir til allra sem sýndu áhuga á Hiclone og við hlökkum til að fá fleiri athugasemdir og hitta ykkur aftur á næstu sýningu.

Framtíðin

Áhuginn á Hiclone vex ört og þeim mun fleiri áhugamenn sem prófa vöruna, þeim mun betur mun ágæti hennar koma í ljós. Við höldum áfram að einblína á að koma á sambandi við félög og markaðssetja vöruna gegnum vefsíður og fréttabréf félaga og fyrirtækja. Við höfum rætt við dreifingaraðila og Jeppa sérfræðinga um að dreifa vörunni fyrir okkur og er það að taka þá mynd á sig með fyrsta endursöluaðilanum sem skrifaði undir í þessari viku. Við munum sækja Land Rover sýninguna í Billing í Northamptonshire í Englandi í júlí og Land Rover eigendasýninguna í Peterborough í september.
Við hlökkum til að sjá ykkur þar!



  Pantanir hjá
Iðnval ehf
Elías Þorsteinsson
Sími: 461 4422
GSM: 894 4722
Fax: 461 4222
E-mail: elias@idnval.is