Kostir Hiclone
 Sparar eldsneyti
 Minnkar útblástursmengun
 Eykur snúningsátak
 Nýting vélar eykst
 Auðveld ísetning (um 10-20 mínútur)
 Engin sérverkfæri við ísetningu
 Engar breytingar á vélbúnaði
 Eilífðarábyrgð
 Skilafrestur 30 dagar (full endurgreiðsla)

Eldsneytissparandi og afkasta aukandi lausn fyrir jeppa

...Fyrir blaðagreinar um jeppa Smellið hér

Hiclone var fyrst prófað í jeppum í Ástralíu og Bandaríkjunum Þessi ódýri búnaður bætir afköst og eldsneytis hagkvæmni um leið og það dregur úr mengun. Búnaðinum er hægt að koma fyrir í flestum jeppum, og á aðeins um 8500 krónur er hægt að auka snúningsátak og afl þeirra svo um munar. Áhugamenn, klúbbmeðlimir og almennir notendur sjá kostina, og í flestum tilvikum borgar Hiclone hólkurinn sig niður á mjög stuttum tíma.

Hiclone á við í fjölmörgum jeppum og vélagerðum (sérstaklega 8 cylinder vélum) og mun jafnvel virka þar sem fyrri breytingar hafa átt sér stað - eins og í jeppum með utanáliggjandi öndunarpípur, stórum intercooler eða butangas breytingum. Hólkurinn hefur ævilanga ábyrgð, 30 daga skilafrest án endurgjalds, auðvelt að setja í og þarfnast engra sérhæfðra verkfæra eða vélabreytinga.


...smelltu á hlekkina hér að neðan fyrir nánari upplýsingar:

Hvernig Hiclone virkar í jeppum
Sparaðu eldsneyti - nauðsyn fyrir jeppaeigendur.
Fáðu meira afl út úr jeppanum þínum

Að koma hólknum fyrir í jeppa


Hvernig Hiclone virkar í jeppum
Hiclone er kyrrstæður stálhólkur sem komið er fyrir í loftinntaki vélar milli loftsíu og vélarhúss. Hann þyrlar loftinu kröftuglega inn í vélina og blandar betur saman súrefni og eldsneyti sem skilar meira afli, dregur úr mengun og eykur eldsneytissparnað. Veltur það á því hvernig jeppa þú átt hvort þú þarft einn eða tvo Hiclone hólka.

Sparaðu eldsneyti - nauðsyn fyrir jeppaeigendur.
Jeppar þjást yfirleitt af lélegri eldsneytisnýtingu. Hvirfiláhrif Hiclone gera brunann betri þar sem betri blöndun á sér stað á súrefni og eldsneyti. Í bensínvélum dregur það úr stærð smáagna og bætir brennsluna. Hiclone gerir þér kleyft að komast lengra á sama magni af eldsneyti.

Dæmigerður sparnaður með Hiclone stálhólknum:

Blöndungsvélar
15 -25% eldsneytissparnaður
Bein innspýting
10 - 20% eldsneytissparnaður
Diesel
5 -10% eldsneytissparnaður
Butangas vél
5 -20% eldsneytissparnaður

Fáðu meira afl út úr jeppanum þínum
Hiclone þyrlar loftinu kröftuglega inn í sprengirými vélarinnar. Þessi hvirfil áhrif Hiclone blanda betur saman eldsneyti og súrefni og nær vélin því að brenna eldsneytinu betur. Um 85% eldsneytisins brennur með Hiclone í á móti 65% án Hiclone. Þar sem stærri hluti eldsneytisins brennur, þeim mun meira afl og snúningsátak. Hiclone hefur jákvæð áhrif á túrbínu vélar þar sem það auðveldar túrbínunni að byrja um 600 snúningum á mínútu fyrr en áður. Við mælum með að öðrum Hiclone hólk sé komið fyrir framan túrbínuna til að bæta afköstin og orku- aðallega í lægri snúning. Það er einkar áhrifaríkt í vélum sem keyra almennt í lágum snúningi.

Minni útblástursmengun: Þar sem Hiclone eykur á fullkomnun brunans í sprengirýminu dregur hann beint úr magni af eldsneyti sem ekki brennur og losnar út í andrúmsloftið. Prófanir hafa sýnt talsverða minnkun á kolvetnissamböndum og kolmónoxíðmengun .

Að koma hólknum fyrir í jeppa
Að koma hólknum fyrir er nokkuð einfalt. Að koma hólk fyrir í Landrover tekur minna en 10 mínútur. Byrjandi getur komið hólknum fyrir í Jeep Cheroke á innan við 10 mínútum með skrúfjárni einu saman. Ef þú þarfnast ráða við ísetningu skaltu bara hafa samband - og ef þú ert ekki tilbúinn til að setja hólkinn í getum við gert það fyrir þig gegn litlu gjaldi.  Pantanir hjá
Iðnval ehf
Elías Þorsteinsson
Sími: 461 4422
GSM: 894 4722
Fax: 461 4222
E-mail: elias@idnval.is