Kostir Hiclone
 Sparar eldsneyti
 Minnkar útblástursmengun
 Eykur snúningsátak
 Nýting vélar eykst
 Auðveld ísetning (um 10-20 mínútur)
 Engin sérverkfæri við ísetningu
 Engar breytingar á vélbúnaði
 Eilífðarábyrgð
 Skilafrestur 30 dagar (full endurgreiðsla)

Ísetningar leiðbeiningar
Mikilvægt: Lesið þessar leiðbeiningar áður en hafist er handa við ísetningu.

Hér eru almennar leiðbeiningar um ísetningu á Hiclone hólk en eiga ekki endilega við um allar tegundir véla.

Hér má sjá lista yfir bíla og hvaða stærð af Hiclone þeir nota:
Vefsíða (1.1Mb) eða Textaskjal (82Kb)

Ef spurningar vakna hafið samband við Elías fyrir aðstoð í síma
894 4722.

Hiclone er kyrrstæður, fastur, viðhaldslaus búnaður sem breytir loftflæði í soggrein vélar. Það breytir beinu loftflæði í hvirfilflæði sem skapar betri blöndun á eldsneyti og súrefni. Bruninn verður betri og vélin nær meira snúningsátaki, meiri eldsneytisnýtingu, og minni mengun.

Hvar setur maður Hiclone í?
Finnið hólfið sem geymir loftsíuna (air filter box) og rekjið leiðina sem loftið fer þegar það sogast inn í vélina frá loftsíunni. Takið eftir hvernig loftið fer í gegnum loftsíuna og inn í eldsneytisinngjöf (throttle body) vélarinnar gegnum sveigjanlegan loftbarka, Hiclone er sett inn í þennan loftbarka - sjáið útskýringamynd hér að neðan:

  Losið klemmuna og fjarlægið sveigjanlega loftbarkann.
  Setjið Hiclone innan í loftbarkann og sjáið til þess að hann sitji þétt og vel innan í loftbarkanum. Athugið að merking á Hiclone hólknum sýnir ör sem á að vísa í átt að vélinni.
  Setjið slönguna aftur á sama stað og setjið klemmuna aftur á.

Leiðbeiningar til að mæla fyrir Hiclone
Hiclone er hólkur sem er 40 mm breiður. Hann er til í mörgum mismunandi þvermáls stærðum til að passa inn í mismunandi loftbarka. Gangið úr skugga um að 40 mm pláss (dýpt) sé laust innan í loftbarkanum til að rúma venjulegan Hiclone hólk, pantið annars 25 mm breiðan Hiclone í staðin. Mælið þvermál loftbarkans að innanverðu pantið svo Hiclone samkvæmt því. Fylgið svo leiðbeiningum um ísetningu hér að neðan.


Ísetningar leiðbeiningar

Notes
1. Hiclone hólkurinn getur verið með hvassar brúnir, gætið þess að börn komist ekki í hólkinn og notið hanska. . Til að losa klemmuna á loftbarkanum þurfið þið skrúfjárn.

2. Athugið að snúa Hiclone hólknum rétt innan í loftbarkanum. Hiclone hólkurinn er með límmiða með ör sem á að benda í átt að vélinni þegar hólknum er komið fyrir innan í loftbarkanum. Ef límmiðinn er ekki á hólknum, takið þá eftir því að framhluti leiðiblaðanna innan í hólknum eru rúnaðar og afturhluti þeirra er flatur. Flötu endarnir eiga að snúa í átt að vélinni.

3. Stundum er svokallaður loftflæðisskynjari staðsettur milli loftsíunnar og vélarinnar. Loftflæðisskynjarinn getur hindrað loftflæðið frá Hiclone hólknum svo að það þarf að koma Hiclone fyrir milli vélar og loftflæðisskynjarans til að komast hjá því.

4. Það er möguleiki á því að það þurfi að endurstilla bíltölvuna, það er hægt að gera með þvík að aftengja rafgeyminn í 30 mínútur og tengja það svo aftur.

Fyrir bensín vélar
Setja ætti Hiclone í loftbarkann 100 mm til 300 mm frá vélarhúsinu (vélarenda loftbarkans). Til að gera það, losið klemmuna sem heldur loftbarkanum við loftsíuhólfið og setjið Hiclone inn í barkann þangað til hann er staðsettur um 100-300 mm frá vélarhúsinu. Gangið úr skugga um að hann sitji fastur og þétt innan í barkanum. Tengið barkann aftur við loftsíuhólfið og setjið klemmuna á. Innra þvermál barkans segir til um hvaða þvermálsstærð af Hiclone hólk á að panta.

Til að ná hámarksárangri skal koma fyrir 2 Hiclone hólkum.
Þegar um bensín vél er að ræða skal koma fyrri Hiclone hólknum fyrir innan í loftbarkanum milli loftinntaks vélar og loftsíuhólfsins um 150-200mm frá vélarhúsinu. Ef koma á fyrir öðrum Hiclone hólk og ef pláss er fyrir hann verður hann að sitja að minnsta kosti 200 mm frá fyrri hólknum loftsíu megin.

Fyrir diesel vélar
Hiclone hólkurinn ætti að vera staðsettur eins nálægt vélarhúsinu og mögulegt er (þ.e. vélarmegin í loftbarkanum). Til að koma hólknum fyrir þeim megin skal losa klemmuna sem heldur loftbarkanum við vélarhúsið og ýtið hólknum inn í barkann svo að hann sé eins nálægt vélarhúsinu og mögulegt er. Gætið að hann sitji fast og þétt. Setjið slönguna aftur á sama stað og setjið klemmuna aftur á. Innra þvermál barkans segir til um hvaða þvermálsstærð af Hiclone hólk á að panta.

Fyrir hámarks árangur skal koma fyrir tveimur hólkum. Í diesel vélum skal koma öðrum Hiclone hólknum fyrir við vélarhúsið og hinum við loftsíuna ef það er pláss.

Fyrir diesel vélar með túrbínu
Venjulega er komið tveimur Hiclone hólkum fyrir í vélar með túrbínu, einum á undan túrbínunni og öðrum á eftir henni.

1. Lesið leiðbeiningarnar að ofan.

2. Fyrri Hiclone hólkurinn ætti að koma fyrir aftan túrbínuna eins nálægt vélarhúsinu og mögulegt er (vélarmegin í barkanum). Ef vélin er með Intercooler, komið Hiclone hólknum fyrir innan í barkanum frá Intercooler-num að vélinni alveg við vélina.

Ef ákveðið er að koma einungis einum Hiclone hólk fyrir, þá skal hann fara þangað. Ef barkinn að túrbínunni er mjög stuttur og þú kemur ekki Hiclone hólknum innan í hann, skaltu mæla þvermálið innan í soggreininni og koma Hiclone fyrir þar. Mögulega þarftu að fá 25mm breiðan hólk til að koma honum fyrir í staðin fyrir venjulega 40 mm breiða hólkinn.

3. Settu seinni Hiclone hólkinn a.m.k. 150 mm fyrir framan túrbínuna í barkanum sem liggur að henni. Fyrir átak í lágum snúningi mun Hiclone hólkur koma túrbínunni í gang um 600 snúningum fyrr. Það er vegna þess að Hiclone þyrlar loftinu áður en það nær inn í túrbínuna.

4. Ef ekki er mögulegt að koma fyrir seinni Hiclone hólknum, á eftir túrbínunni, setjið þá tvo fyrir framan hana, við sitthvorn enda loftbarkans til að hámarka áhrifin, en seinni hólkurinn þarf þó að vera a.m.k. um 200mm frá hinum fyrri í átt að loftsíunni. Innra þvermál barkans segir til um hvaða þvermálsstærð af Hiclone hólk á að panta.  Pantanir hjá
Iðnval ehf
Elías Þorsteinsson
Sími: 461 4422
GSM: 894 4722
Fax: 461 4222
E-mail: elias@idnval.is