Kostir Hiclone
 |
Sparar eldsneyti |
 |
Minnkar útblástursmengun |
 |
Eykur snúningsátak |
 |
Nýting vélar eykst |
 |
Auðveld ísetning (um 10-20 mínútur) |
 |
Engin sérverkfæri við ísetningu |
 |
Engar breytingar á vélbúnaði |
 |
Eilífðarábyrgð |
 |
Skilafrestur 30 dagar (full endurgreiðsla) |
|
|
Hvað er Hiclone?
Hiclone er stálhólkur með leiðiblöðum (sjá mynd) sem settur er inn í loftinntak vélarinnar milli loftsíu og soggreinar.
Í túrbínuvélum er staðsetning við inntak túrbínunnar og við soggrein, en í vélum án túrbínu er staðsetning við soggrein. Hólkurinn, sem gerður er úr ryðfríu gæðastáli, breytir beinu loftflæði í hvirfilflæði og eykur þannig fyllingargráðu túrbínunnar og bætir blöndun á súrefni og eldsneyti og eykur þannig fullkomnun brunans í vélinni. Þannig eykst snúningsátak/tog vélarinnar, dregur úr útblæstri og eldsneytiseyðsla minnkar.
|
|